Fyrsta varnarlína eftirlitskerfisins brást

Íslandsbanki framkvæmdi ekki áhættumat í tengslum við aðkomu sína að söluferli á 22,5% hlut ríkisins í bankanum sjálfum. Þannig braut bankinn gegn ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki.

Eftirlitskerfi ekki tryggt

Fjármálaeftirlitið metur það sem svo að fyrsta varnarlína eftirlitskerfis bankans hafi brugðist og þannig hafi kerfið ekki verið tryggt, eins og það er orðað í samkomulagi bankans og Fjármálaeftirlits um rúmlega eins milljarðs króna sáttagreiðslu sektar í málinu.

Bankanum tókst ekki að innleiða sterka og samræmda áhættumenningu sem byggir á skilningi og heildrænni nálgun á þeim áhættuþáttum sem bankinn stóð frammi fyrir í tengslum við útboðið og áhættuþáttum var ekki stýrt með tilliti til áhættuvilja sem stjórn bankans hefur sett.

Sú staðreynd að bankinn skráði ekki rekstraráhættuatburði né framkvæmdi mat á helstu áhættuþáttum í tengslum við útboðið gefur til kynna skort á áhættuvitund, eins og segir í rökstuðningi með niðurstöðu Fjármálaeftirlits.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka