Krafan um rannsóknarnefnd enn mjög aðkallandi

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á sæti í efnahags- og …
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að með niðurstöðum sem komi fram í sátt Seðlabankans og Íslandsbanka sé ljóst að völdum einstaklingum hafi verið veittur sérstakur aðgangur að takmörkuðum gæðum. Þetta hafi verið fólk sem ekki uppfyllti skilyrði um að vera fagfjárfestar og hafi fengið að kaupa hluti fyrir litlar upphæðir. 

Segist hún ætla að krefjast þess á fundi efnahags- og viðskiptanefndar með fjármálaeftirlitinu að fá að vita hvaða einstaklingar voru þarna á ferð. Hún segir enn mörgum spurningum enn ósvarað í málinu og að krafan um sérstaka rannsóknanefnd um bankasöluna sé enn mjög aðkallandi.

„Það er ekki í lagi að faðir fjármálaráðherra hafi keypt hlut í þessum banka. Það er heldur ekki allt í lagi hjá Íslandsbanka, sem var að sjá um að selja hluti í sjálfum sér. Og það er augljóslega ekki í lagi hjá fjármálaráðherra og bankasýslunni sem að leggja blessun sína yfir að Íslandsbanki taki þátt í að bjóða út hluti í sjálfum sér, án þess að tryggja að þar séu viðunandi ferlar til þess að tryggja eðlileg vinnubrögð.“

Hlegið að spurningum þingmanns

Hún segir að af þeim upplýsingum sem fram eru komnar sé augljóst að Bankasýslan hafi algerlega brugðist rannsóknarskyldu sinni. Bankasýslan hafi í raun litið mjög léttvægt á það hlutverk sitt.

„Þetta kom fram á fundi Bankasýslunnar með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, þar sem beinlínis var hlegið að spurningum mínum, um hvernig þeir gættu að hæfi sínu, við sölumeðferðina. Þeim fannst þetta algerlega fáránleg spurning.“

Lærdómur af hruninu á ábyrgð ráðherra

Aðspurð um ummæli viðskiptaráðherra um að fjármálageirinn hafi lítið lagt af hruninu segir hún:

„Hvar liggur ábyrgðin á því? Er það ekki stjórnvalda að lærdómur sé dreginn af hruninu. Við eigum hér margra binda rannsóknaskýrslu um það sem miður fór þá. Við höfum margra ára að innleiða regluverk í kjölfarið og meira að segja fengið harðar ávítur frá erlendum eftirlitsaðilum um hvernig okkur gengur að framfylgja þessum reglum. Það er stjórnvalda að framfylgja að þessum reglum sé fylgt og þá horfi ég á fjármálaráðherrann og viðskiptaráðherrann.“

Bjarni geti ekki sinnt frekari bankasölu

Hún segir það óábyrga hagstjórn að gera ráð fyrir tekjum af bankasölu í fjármálaáætlun. „Að standa svona illa að þessari sölu og treysta svo á það að halda áfram með sama hætti og ganga þá enn frekar gegn trausti almennings. Ég held að það sé engin fær leið fyrir þennan fjármálaráðherra að halda áfram með þessa sölu.“

Þórhildur Sunna segir jafnframt að annað atriði sé óljóst. „Sá möguleiki er fyrir hendi að starfsmenn Íslandsbanka eða aðrir í útboðinu hafi getað notað erlenda fjárfesta sem leppa til að geta keypt í útboðinu.“

Samkomulagið birt – „alvarleg brot“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka