Ræddi kaup starfsmanna

Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka.
Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Ljósmynd/Aðsend

Greina má í sáttarskýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans, að lykilstarfsmaður, Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hafi sett sig í samband við regluvörslu bankans, til að ræða kaup starfsmanna bankans.

Þátttaka starfsmanna átti að vera háð takmörkunum og gat regluvörður þrengt tímamörk eða bannað einstaka starfmönnum þátttöku. Um æðstu stjórnendur bankans giltu enn strangari takmarkanir. Samkvæmt sáttarskjalinu setti Ásmundur Tryggvason sig sérstaklega í samband við regluvörð til þess að ræða möguleg kaup starfsmanna. Um það segir í skýrslunni að ætlunin hafi verið að ræða „ráðstafanir eða takmarkanir vegna mögulegra viðskipta starfsmanna í væntanlegu útboði“.

Í skýrslunni kemur fram að regluverkinu hafi verið illa fylgt, tímamörk ekki virt og starfsmönnum gefið tækifæri til að breyta skráningu sinni yfir í fagfjárfesti eftir að tíminn var kláraður.

Áður hefur verið greint frá því að Ásmundur hafi keypt 96.108 hluti í Íslandsbanka á 11,2 milljónir. 

Ásmundur er einn fárra stjórnenda bankans sem komu að bankasölunni sem enn er starfandi hjá Íslandsbanka. Er honum meðal annars legið á hálsi í sáttinni að hafa ekki framkvæmt sjálfstætt áhættumat á sölunni, sem hefði komið að góðu gagni í verkefni af þessari stærð.

Uppfært 3.7.23:

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að eiginkona Ásmundar hefði keypt hlut í bankanum eftir að útboðinu lauk. Þetta er ekki rétt og reyndist á misskilningi byggt. Eiginkona hans tók hins vegar þátt í útboðinu sem haldið var árið 2021 þar sem um 24.000 manns tóku þátt. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK