Sektin endurspeglar alvarleika brotanna

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, hjá Seðlabanka Íslands.
Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, hjá Seðlabanka Íslands. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, hjá Seðlabanka Íslands, segir sektarupphæðina sem lögð var á Íslandsbanka með sátt við Seðlabankann endurspegla alvarleika málsins. Hún segir málinu hafa lokið með sátt þar sem ekki sé um að ræða meiri háttar brot sem refsiviðurlög liggja við. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skriflegum svörum hennar við fyrirspurn mbl.is.

Brotin talin alvarleg

Björk vildi ekki tilgreina eitt brott alvarlegra en annað, um heildarmat hafi verið að ræða en öll brot sem tekin voru fyrir voru talin alvarleg.

Það er skýrt í hennar huga hvar ábyrgðin liggur, þ.e. alfarið hjá Íslandsbanka. „Með stjórn Íslandsbanka hf. fara svo stjórn og framkvæmdastjóri.“ Hún vill hins vegar ekki gefa upp afstöðu til núverandi stjórnenda bankans, enda hafi það ekki verið til skoðunar í þessari rannsókn. „Það er á ábyrgð Íslandsbanka sjálfs að gæta að hæfi stjórnenda sinna á hverjum tíma en fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur þar einnig hlutverki að gegna.“

Viðvarandi vandamál hjá Íslandsbanka

Aðspurð um þá liði skýrslunnar sem koma að skorti á upptökum mikilvægra viðskiptasímtala segir Björk það hafa verið viðvarandi vandamál í Íslandsbanka, líkt og komi fram í skýrslunni. Skýr lög um framkvæmd á upptöku hafi verið sett 1. september 2021, en þeim lögum ekki fylgt.

Hún segir að sáttin hafi meðal annars falið í sér loforð Íslandsbanka um að grípa til úrbóta og það sé fjármáleftirlitsins að meta hvort þær úrbætur séu fullnægjandi.

Spurð hvort brotin hafi verið umfangsmeiri en búist hafi verið við segir hún að engar fyrirfram gefnar skoðanir hafi legið fyrir við upphaf rannsóknarinnar. „En vissulega var niðurstaðan vonbrigði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka