Allir bankarnir í Landsbankaappinu

Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú geta notendur Landsbankaappsins séð stöðuna á reikningum sínum í öðrum bönkum í appinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans. Þá kemur fram að eins og stendur sé hægt að sjá reikninga í Arion banka, Íslandsbanka og Auði – dóttur Kviku.

Notendur verða að veita Landsbankanum heimild til að sækja upplýsingar um reikningana þína þannig að þeir birtist í Landsbankaappinu, segir á vefsíðunni.

Þá segir jafnframt að með þessu móti sé hægt að sjá stöðuna á greiðslureikningum, t.d. veltureikningum sem eru tengdir við debetkort, og flestum tegundum sparireikninga.

Millifærsla möguleg fljótlega

Eins og staðan er í dag geta notendur ekki notað Landsbankaappið til að millifæra af reikningum í öðrum bönkum en bankinn segir á vefsíðunni að sú þjónusta verði í boði fljótlega.

Þessi tenging á milli bankanna sé gerð á grundvelli nýlegra laga um greiðsluþjónustu, segir loks á vefsíðu bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka