Bréf Íslandsbanka lækkuðu um 3,51 prósent í Kauphöllinni í dag og reyndist mesta lækkun fyrirtækja þar er upp var staðið. Endaði hluturinn í 110 krónum eftir daginn. Var lækkunin framhald á lækkun bréfa bankans síðan í gær en hún nam tæplega þremur prósentum.
Samkomulag bankans við Seðlabanka Íslands um greiðslu hárrar sektar vegna brota bankans við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hefur orðið kveikjan að lækkun bréfanna.
Eins og mbl.is greindi frá fyrir skömmu hafa Neytendasamtökin nú ákveðið að segja sig úr viðskiptum við bankann