Ekkert gert nema að frumkvæði FME

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/​Hari

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að frumkvæði að frekari rannsókn á persónum og leikendum í sölu á 22,5% hlut í Íslandsbanka þurfi að koma frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Málið ýfi upp sár bankahrunsins, sé áfall og veki upp spurningar um lærdóminn af hruninu. Eins hvort nauðsynlegar úrbætur hafi átt sér stað í bankakerfinu. 

Vísun frá fjármálaeftirlitinu 

Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri sagði í samtali við mbl.is í gær að málið væri ekki þannig vaxið að ástæða væri til þess að aðhafast frekar í málinu umfram þá sekt sem þegar hefur verið greidd upp á tæpa 1,2 milljarða. 

„Ef um er að ræða brot á lögum um verðbréfaviðskipti eða lögum um fjármálafyrirtæki sem mér sýnist þetta mál snúast um þá sæta slík brot ekki rannsókn lögreglu nema það komi vísun frá fjármálaeftirliti til hennar,“ segir Ólafur. 

Nauðsynleg hugarfarsbreyting ekki orðið

„Það sem er óþægilegt í þessu er að sá mikli lærdómur sem átti að fylgja rannsóknarskýrslu Alþingis og átti að vera vegvísir til framtíðar, honum er ekki fylgt eftir,“ segir Ólafur. 

Hann segir að lagabreytingar sem hafi verið gerðar hafi verið til góðs. En ef fjármálastofnanir fari ekki eftir þeim þá séu það vonbrigði og til marks um að ekki hafi orðið nauðsynleg hugarfarsbreyting.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK