Íhuga stöðu sína gagnvart Íslandsbanka

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna ásamt Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra í tilefni …
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna ásamt Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra í tilefni 70 ára afmælis samtakanna í mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Neytendasamtökin íhuga stöðu sína gagnvart Íslandsbanka. Breki Karlsson, formaður samtakanna, segir í samtali við mbl.is að stjórnarfundur sé á dagskrá í kvöld.

„Við erum í viðskiptum hjá Íslandsbanka og erum að hugsa okkar gang. Við munum fylgjast með viðbrögðum næstu daga hjá bankanum, hjá stjórnendum og eigendum bankans. Síðan er stjórnarfundur hjá okkur í kvöld og ég efast ekki um að þetta verði á dagskrá þar.“

Fólk á það við sína samvisku

Breki segir Neytendasamtökin alltaf hafa hvatt fólk til að eiga viðskipti við þau fyrirtæki sem því hugnast.

„Við neytendur höfum sterkt vopn sem er veskið okkar og hvert við beinum okkar viðskiptum.“

Segir hann samtökin hafa beitt því vopni mjög varlega.

„Við trúum því og teljum að fólk eigi það við sína eigin samvisku hvernig og hvert það beinir viðskiptum sínum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK