Rýrir traust á fjármálamarkaðnum í heild sinni

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis-lífeyrissjóðs, segir niðurstöðu skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um …
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis-lífeyrissjóðs, segir niðurstöðu skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um Íslandsbanka, sem birt var í gærmorgun, vera mikil vonbrigði. mbl.is/Golli

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis-lífeyrissjóðs, segir niðurstöðu skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um Íslandsbanka, sem birt var í gærmorgun, vera mikil vonbrigði.

„Málið rýrir ekki bara traust á Íslandsbanka heldur fjármálamarkaðnum í heild sinni“ segir Árni í samtali við Morgunblaðið.

„Stjórnendur Íslandsbanka hljóta að skoða stöðu sína, sérstaklega þeir sem bera ábyrgð á því verklagi sem lýst er í skýrslunni“ segir Árni.

Hann segist enn fremur óttast að þau atriði sem fjallað er um í skýrslunni, og varpa upp dökkri mynd af starfsháttum bankans, séu ekki einsdæmi.

Gildi er í dag næst stærsti hluthafi Íslandsbanka, en sjóðurinn fer með tæplega 8% hlut í bankanum.

Árni segir að ekki liggi fyrir hvort stjórn Gildis muni ræða málið sérstaklega á næstu dögum, engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt.  Sjóðurinn muni þó að sjálfsögðu fylgjast áfram með framvindu málsins.

Stjórn Íslandsbanka hefur þegar orðið við beiðni Bankasýslunnar um hluthafafund, sem væntanlega verður auglýstur á næstu dögum. Til viðbótar við ríkið eiga lífeyrissjóðir tæplega 33% hlut í Íslandsbanka. Þar er Gildi sem fyrr segir með stærstan hlut en þá eiga Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) um 7,6% hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna um 6,4% hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka