Sektin rennur til stærsta eiganda bankans

Íslandsbanki er í stærstum hluta í eigu ríkisins.
Íslandsbanki er í stærstum hluta í eigu ríkisins. Kristinn Magnússon

Sektin sem Íslandsbanki gerði sátt um að greiða rennur til ríkisins, sem jafnframt er stærsti eigandi bankans. Líkt og fram hefur komið var Íslandsbanki sektaður um nær 1,2 milljarða króna vegna þess hvernig staðið var að útboði bankans á síðasta ári.

Svo vill til að Íslandsbanki er að 42,5% í eigu ríkisins og þar af leiðandi mun bankinn greiða sektina til stærsta eiganda bankans. 

Tíu með 1% hlut eða meira 

Sé tekið mið af því sem fram kemur á vef Íslandsbanka er neðangreint listi yfir eigendur sem eiga meira en 1% eign í bankanum. Samanlagt eiga þeir 79,45% hlut í bankanum. 

  1. Ríkissjóður Íslands - 42,50%
  2. Gildi Lífeyrissjóður - 7,94% 
  3. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - 7,61%
  4. Lífeyrissjóður Verslunarmanna - 6,41 %
  5. Capital group - 4,30 %
  6. Brú lífeyrissjóður - 3,16%
  7. Stapi lífeyrissjóður 2,45 %
  8. Vanguard - 2,21%
  9. Birta lífeyrissjóður - 1,62%
  10. RWC Asset Management LLP - 1,25% 

Tveir þriggja bandarískir 

Af þessum lista má sjá að þrír eigendanna eru erlendir. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Capital group er stærsti eigandi þessara þriggja með 4,30% eignarhlut í bankanum.

Vanguard er fjárfestingasjóður með höfuðstöðvar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og á hann 2,21% hlut. RWC Asset Management LLP er hins vegar breskur vogunarsjóður og fer hann með 1,25% hlut í bankanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka