Veltutölur benda til samdráttar

Á Laugaveginum.
Á Laugaveginum. Kristinn Magnússon

Samdráttur varð í viðskiptahagkerfinu í mars og apríl frá sama tíma fyrir ári. Með því er veltuaukning í kjölfar farsóttarinnar að baki.

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, rýndi í veltuna en grafið er byggt á tölum Hagstofunnar um virðisaukaskattsskylda veltu en þær eru upprunnar hjá Skattinum. Fyrirtækin eru í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi.

Velta umræddra fyrirtækja dróst saman eftir að farsóttin hófst af fullum þunga í mars 2020. Þegar hún hopaði 2021 tók við vaxtarskeið og uppsöfnuð eftirspurn.

Kort/mbl.is

Veltan er færð á fast verðlag í mars/apríl 2023 og prósentubreytingin síðan reiknuð milli sömu tímabila hvert ár. „Grafið sýnir hvað veltan jókst mikið í maí/júní í fyrra eða um 25%. Hún hefur síðan koðnað niður. Þetta gengur í bylgjum og er grafið vísbending um að veltan muni dragast frekar saman. Þá horfi ég m.a. til leiðandi hagvísis Analytica,“ segir Yngvi. Áhrif vaxtahækkana séu e.t.v. ekki að fullu komin fram og heimilin gengið á sparnað. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka