Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 13 í dag um brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum.
Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, eru meðal fundargesta.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á mbl.is.
Aðrir gestir fundarins eru Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans, Gunnar Þór Pétursson, nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabankans og Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríksins.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, Austurstræti 8-10.