Birna hóf fyrst störf fyrir nær 30 árum

Birna Einarsdóttir árið 2009, þá tiltölulega nýsest í bankastjórastólinn.
Birna Einarsdóttir árið 2009, þá tiltölulega nýsest í bankastjórastólinn. mbl.is/Golli

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur tilkynnt að hún muni segja sig frá starfinu.

Það gerir hún í kjölfar ákalls víða að, um að stjórn og æðstu stjórnendur Íslandsbanka sæti ábyrgð í kjölfar rúmlega eins milljarðs króna sáttagreiðslu bankans í ríkissjóð, vegna athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á umfangsmiklum lögbrotum bankans í tengslum við söluferli á hlut ríkisins í bankanum sjálfum.

Hóf störf fyrst í bankanum árið 1994

Birna hefur verið bankastjóri Íslandsbanka frá því í október árið 2008 þegar bankinn var endurreistur á rústum hins fallna Glitnis banka. Bankinn var í upphafi stofnaður undir merkjum Nýs Glitnis banka en síðar var heiti hans breytt í Íslandsbanka.

Hún hefur verið samfleytt í bankanum síðan árið 2004 eða í hartnær 20 ár.

Fyrst hóf hún þó fyrst störf í Íslandsbanka árið 1994, svo saga Birnu og bankans nálgast 30 ár. Hún hefur gegnt margvíslegum störfum innan bankans og þekkir hans starfsemi út og inn.

Hún var meðal annars útibússtjóri um tíma sem og framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála. Þá var hún framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs áður en hún tók við bankastjórastöðunni.

Birna Einarsdóttir hefur verið banka- stjóri Íslandsbanka í tæp 15 …
Birna Einarsdóttir hefur verið banka- stjóri Íslandsbanka í tæp 15 ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðskiptafræðingur ársins 2014

Birna er viðskiptafræðingur Cand.Oecon frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Edinborg. Utan Íslandsbanka hefur hún starfað sem markaðsstjóri hjá Íslenska útvarpsfélaginu, Stöð 2 og Íslenskri getspá og sem vörustjóri hjá Royal Bank of Scotland um sex ára skeið.

Árið 2014 var Birna valin viðskiptafræðingur ársins af Félagi viðskipta- og hagfræðinga.

Við valið horfði dómnefnd meðal annars til þess að Birna hafði leitt uppbyggingu Íslandsbanka frá endurreisn hans í lok árs 2008 og að mikið hefði mætt á íslenskum bönkum meðal annars í að endurvekja tiltrú á íslenskum verðbréfamarkaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK