Landsbankinn á Akureyri í nýtt húsnæði

Gamla Landsbankahúsið á Akureyri.
Gamla Landsbankahúsið á Akureyri. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Landsbankinn á Akureyri mun flytja í húsnæði að Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, kemur fram á heimasíðu bankans.

Um er að ræða húsnæði sem er í byggingu að Hofsbót 2 og einnig hluta jarðhæðar Hofsbótar 4, en húsin eru aðeins steinsnar frá núverandi húsakynnum bankans. Nýja húsnæðið er samtals um 600 fermetrar að stærð en til samanburðar er gamla húsnæðið 2.400 fermetrar að stærð, segir á heimasíðunni.

Útibúið á Akureyri er ein af kjarnastarfstöðvum bankans og þar vinna nú um 30 manns. Flestir vinna í útibúinu sjálfu en einnig er þar stórt þjónustuver sem þjónar viðskiptavinum um allt land. Nýja húsnæðið er mun hagkvæmara í rekstri og hentar betur undir starfsemina, kemur fram.

Tölvuteiknuð mynd sem sýnir húsnæðið sem er í byggingu að …
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir húsnæðið sem er í byggingu að Hofsbót 2. Landsbankinn

Landsbankinn bauð gamla Landsbankahúsið við Ráðhústorg til sölu í fyrrahaust og tók í kjölfarið tilboði hæstbjóðanda, að því er fram kemur á heimasíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK