Vill reisa vindorkugarða í nágrenni Hellisheiðar

Kort sem sýnir þá staði sem OR horfir til þess …
Kort sem sýnir þá staði sem OR horfir til þess að reisa vindorkugarða í nágrenni Hellisheiðar. Kort/OR

Orkuveitan skoðar nú að reisa vindorkugarða í nágrenni Hellisheiðar, auk mögulegrar dæluvirkjunar sem nýtt yrði sem jöfnunarafl. Þrír kostir koma til greinar, en um er að ræða 50-150 MW vindorkugarða.

Í tilkynningu frá félaginu segir að við staðarval á tillögunum hafi verið horft til þess að áhrif á umhverfi, náttúru og samfélag yrðu sem minnst. Einnig að horft yrði til fyrirliggjandi gagna um vindskilyrði og nálægðar við röskuð svæði, flutningsvirki, starfssvæði OR  og svæða þar sem sjáanleg mannvirki eru fyrir.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

  • 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi.  
  • 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi.  
  • 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ.
Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.
Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.

Þegar kynnt sveitarstjórnum valkostina

Vinnsla á endurnýjanlegri orku skiptir lykilmáli þegar kemur að baráttunni við loftslagsvána. Orkuskiptin eru þýðingarmikil til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum,og kalla þau á endurnýjanlega raforku, eins og vindorku. Í samræmi við eigendastefnu OR sem er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu berum við samfélagslega ábyrgð á orkuöflun. Við leggjum áherslu á að standa faglega að þessu verkefni og að vinna í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag,“ er haft eftir Heru Grímsdóttur, framkvæmdastýri rannsókna og nýsköpunar hjá OR.

Þá kemur fram að OR hafi þegar kynnt hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórnum og landeigendum þessa valkosti sem eru til skoðunar. Verkefnið verður kynnt nánar næsta haust, m.a. í nágrannasveitarfélögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK