Fjölgar óvenju mikið í Landsbankanum

Landsbankinn hefur fengið töluvert af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum.
Landsbankinn hefur fengið töluvert af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum. Samsett mynd

Viðskiptavinum Landsbankans hefur fjölgað óvenju mikið á síðustu dögum og bankanum hefur einnig borist talsverður fjöldi af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum.

Þetta staðfestir Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum hjá Landsbankanum, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands(FME) birti á mánudag skýrslu um sölu Íslandsbanka á 22,5% hlut ríkisins í bankanum. Í henni er varpað ljósi á brot Íslandsbanka við söluna. Var bankinn sektaður um tæplega 1,2 milljarða króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK