Tilkynning um starfslok gat ekki beðið

Stjórn bank­ans og Birna gerðu sam­komu­lag um starfs­lok henn­ar.
Stjórn bank­ans og Birna gerðu sam­komu­lag um starfs­lok henn­ar. Samsett mynd

Tilkynning um starfslok Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka, gat ekki beðið þar sem niðurstaðan lá fyrir. Var þetta mat lögfræðinga bankans, að því er heimildir Morgunblaðsins herma.

Tilkynning þess efnis var send á Kauphöll rétt fyrir kl. 04 á miðvikudagsmorgun þar sem einnig kom fram að stjórn bankans hefði ráðið Jón Guðna Ómarsson, framkvæmdastjóra fjármála Íslandsbanka, í starf bankastjóra.

Stuttu síðar barst tilkynning til fjölmiðla frá Birnu þar sem fram kom að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“ og axla þannig ábyrgð sína á því verklagi sem fyrrnefnd sátt byggist á.

Kom saman til fundar síðdegis

Stjórn Íslandsbanka kom saman til fundar síðdegis á þriðjdag, til að ræða um stöðu bankans og helstu stjórnenda hans í kjölfar umræðu og fréttaflutnings um sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabankans sem birt var á mánudagsmorgun.

Niðurstaða fundarins, sem dróst fram á nótt, var sú að samkomulag náðist um að Birna Einarsdóttir myndi láta af störfum eftir nær 30 ára starf hjá bankanum, þar af 14 ár í starfi bankastjóra.

Jón Guðni hefur starfað hjá Íslandsbanka og forverum hans frá árinu 2000.

Fjallað er nánar um málið á síðu 34 í Morgunblaðinu í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK