Hildur Ragnars skipuð forstjóri Þjóðskrár Íslands

Hildur Ragnars.
Hildur Ragnars. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Hildi Ragnars í embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands frá 1. júlí. Umsækjendur um embættið voru átta en þrír drógu umsókn sína til baka. Hæfnisnefnd var ráðherra til ráðgjafar við mat á umsækjendum.

Hildur hefur lokið MSc prófi í lyfjafræði frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár frá 1. júní 2022. Áður var hún framkvæmdastjóri á skrifstofu Þjóðskrár frá árinu 2020. Hún gegndi stjórnunarstörfum sem framkvæmdastjóri hjá Medis á árunum 2008-2020 og hefur mikla reynslu af stefnumótun og áætlanagerð í innlendu og alþjóðlegu starfsumhverfi, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK