Atli Rafn Björnsson, sem stýrt hefur fyrirtækjaráðgjöf í Íslandsbanka undanfarin fjögur ár, hefur látið af störfum hjá bankanum.
Innherji á Vísi greinir frá.
Atli er þriðji starfsmaðurinn sem lætur af störfum hjá bankanum síðan á miðvikudag. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (FME) birti á mánudag fyrir viku skýrslu um sölu á 22,5% hlut ríkisins í bankanum. Var þar varpað á hin margvíslegu brot bankans við söluna.
Innherji greinir frá því að Ellert Hlöðversson, sem hefur verið yfir verðbréfamiðlun Íslandsbanka síðan haustið 2022, muni taka tímabundið við starfi Atla sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar.
Á miðvikudag hætti Birna Einarsdóttir störfum sem bankastjóri Íslandsbanka og tók Jón Guðni Ómarsson við starfinu af henni. Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfesta, steig til hliðar um helgina og tók Kristín Hrönn Guðmundsdóttir við starfi hans.
Í dag, sunnudag, greindi Íslandsbanki frá því í tilkynningu að hluthafafundur hafi verið boðaður hinn 28. júlí næstkomandi. Á dagskránni er stjórnarkjör.