Opna pylsuvagn en ekki fyrir alla

Rík áhersla var lögð á afgreiðsluhraða.
Rík áhersla var lögð á afgreiðsluhraða. Ljósmynd/Isavia

Bæjarins beztu pylsur hafa opnað sinn annan sölustað á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða pylsuvagn sem er í svokölluðu „pop-up“ rekstrarrými á biðsvæði í suðurbyggingu flugvallarins.

Ekki munu þó allir geta gætt sér á pylsunum, heldur aðeins þeir farþegar sem eru á leið til Bretlands, Bandaríkjanna og annarra landa utan Schengen-svæðisins. Staðurinn verður aðeins opinn í eitt ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Isavia.

Isavia auglýsti í vetur eftir aðilum til að reka veitingasölu í pop-up rýmum á biðsvæði í suðurbyggingu Keflavíkurflugvallar. Biðsvæðið er fyrir farþega sem hafa farið í gegnum landamæri og eru á leið til landa utan Schengen-svæðisins,“ segir í tilkynningunni.

Pylsuvagninn er um margt líkur þeim sem er í miðbæ …
Pylsuvagninn er um margt líkur þeim sem er í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Isavia

Hróður pylsanna borist víða

Þá er tekið fram að pylsuvagninn henti einstaklega vel á svæðinu þar sem stór hluti þeirra sem fara um biðsvæðið séu tengifarþegar sem dvelja að meðaltali aðeins klukkustund á flugstöðinni. Vegna þessa var lögð rík áhersla á afgreiðsluhraða við val á veitingaaðila fyrir rýmið.

„Við viljum að gestir Keflavíkurflugvallar finni fyrir og upplifi Ísland þegar þeir eru þar og það er fátt íslenskara en Bæjarins bezstu pylsur. Hróður Bæjarins beztu hefur borist víða og því gleður það okkur að geta boðið gestum vallarins upp á hinar margrómuðu pylsur þeirra,“ er haft eftir Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur, deildarstjóra verslana og veitinga hjá Isavia, í tilkynningunni.

Staðir Bæjarins beztu eru því orðnir tíu talsins. Sjö staðir á höfuðborgarsvæðinu og þrír á Suðurnesjum að þeim tveim sem eru á Keflavíkurflugvelli meðtöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK