Íhugaði að endurskoða samningana

Jón Guðni Ómarsson ræddi málefni Íslandsbanka í Dagmálum.
Jón Guðni Ómarsson ræddi málefni Íslandsbanka í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

Fyrsta verk nýs bankastjóra Íslandsbanka var að ganga frá starfslokum lykilstjórnenda á vettvangi fyrirtækisins sem sættu hvað mestri gagnrýni í nýrri sátt við fjármálaeftirlit Seðlabankans.

Framkvæmdastjóri við bankann fékk 12 mánaða biðlaun og forstöðumaður hálft ár. Segir Jón Guðni Ómarsson að þau málalok byggi á ráðningarsamningum þeirra sem í hlut eiga.

Spurður út í það hvort til greina hafi komið að endurskoða starfslokakjörin í ljósi þess að bankinn hefur nú þurft að greiða tæplega 1,2 milljarða króna í sekt í ríkissjóð viðurkennir hann að það hafi verið rætt innanhúss.

„Þetta eru náttúrulega gríðarlega flókin mál, út frá vinnulöggjöf og öðru slíku,“ segir Jón Guðni.

Málalok feli í sér hagsmunagæslu

Spurður hvort þau málalok feli í sér hagsmunagæslu fyrir hluthafa bankans segir hann svo vera en að taka þurfi fleiri þætti inn í jöfnuna við úrlausn málsins.

„Mín vinna byggir á því að gæta hagsmuna hluthafa en svo sem líka starfsmanna og viðskiptavina heilt yfir. Ég hef það allt í huga þegar ég tek ákvörðun um svona hluti.“

Viðtalið við Jón Guðna í Dagmálum má sjá hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK