„Þú þarft fyrst að sanna þig á heimamarkaði“

Freyr Friðriksson, forstjóri og eigandi KAPP, segir tækifærin í framtíðinni …
Freyr Friðriksson, forstjóri og eigandi KAPP, segir tækifærin í framtíðinni liggja að einhverju leyti meira erlendis. Arnþór Birkisson

Freyr Friðriksson, forstjóri og eigandi KAPP, segir að sérstaða fyrirtækisins, sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, sé náin tengsl við upprunann. „Að vera um borð í skipunum og vita nákvæmlega hitastig sjávar, aflans sjálfs og magntölur, skilur okkur frá samkeppninni. Ég sé ekki fyrir mér að erlendir keppinautar sendi tæknifólk út á sjó í tíu daga eins og við gerum.“

Eiga vinningsmöguleika

Hann segir að vegna þessa eigi KAPP oft meiri vinningsmöguleika á markaðnum.

„Íslendingar eru þekktir fyrir góðar lausnir í sjávarútvegi. Maður sér það á sýningum erlendis að íslenskir básar eru vinsælir. Ég tel að vörumerkið Ísland hafi líka mikið að segja.“

Hlutfall erlendrar sölu KAPP var á síðasta ári á bilinu 35-40%.

„Hlutfallið hefur aðeins minnkað, einkum út af viðskiptabanni við Rússland. Við vorum með þónokkur umsvif þar. Okkur hefur þó tekist að finna aðra markaði, eins og Máritaníu og Danmörku. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.“

Viðskipti við Rússland voru 23% af heildarveltu KAPP árið 2020.

Um það að vinna nýja markaði segir Freyr það flóknara en virðist í fyrstu. „Þetta er langhlaup og þú þarft fyrst að sanna þig á heimamarkaði.“

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka