Kaup á jörð undir lúxushótel frágengin

Nýjasta Icelandair-hótelið er Iceland Parliament Hotel.
Nýjasta Icelandair-hótelið er Iceland Parliament Hotel. Árni Sæberg

Gengið hefur verið frá kaupum malasíska auðkýfingsins Vincents Tans á landsvæði undir fimm stjörnu hótel á eyðibýlinu Stardal á Kjalarnesi. Stardalur er í Mosfellssveit u.þ.b. miðja vegu milli höfuðborgarsvæðisins og Þingvalla.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans er umsamið kaupverð landsins 300 milljónir króna með fyrirvara um samþykkt deiliskipulags. Þriðjungur kaupverðs var greiddur við undirskrift en eftirstöðvar verða greiddar að fyrirvörum uppfylltum, samkvæmt sömu heimildum.

Fimm stjörnu hótel

Eins og greint var frá í maí í fyrra í viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Berjaya Land Berhad um gerð skipulags fyrir Kýrhólaflóa, ætlar félagið að reisa fimm stjörnu 250 herbergja hótel með heilsulind, baðlóni og tengdri starfsemi á jörðinni undir merkjum Four Seaons.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum sem kom út á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK