Wise kaupir Þekkingu

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise.
Hugbúnaðarfyrirtækið Wise. Ljósmynd/wise.is

Hugbúnaðarfyrirtækið Wise og eigendur Þekkingar hafa undirritað samning um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Wise.

Wise sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta, en Þekking sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Að því sem fram kemur í tilkynningunni er með kaupunum stefnt að því að til verði eitt öflugasta fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. 

200 starfsmenn

Eftir kaupin starfa nú 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri fyrir Wise. Er fyrirtækið þá með yfir fjóra milljarða sameiginlega í veltu. 

Á undanförnum árum hefur Wise bæði breikkað vöruframboð sitt og fært sínar lausnir í skýjaþjónustu, sem hefur kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum,“ segir í tilkynningunni.

Þá er tekið fram að Þekking hafi verið framarlega í rekstri tölvukerfa og í öryggismálum um árabil. Hjá Þekkingu starfa um 60 manns á Akureyri og í Kópavogi.

Fyrirvari um samþykki frá Samkeppniseftirlitinu

„Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð,“ er haft eftir Jóhannesi Helga Guðjónssyni, forstjóra Wise, í tilkynningunni.

Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise.
Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise. Ljósmynd/Aðsend

„Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins,“ er haft eftir Stefáni Jóhannessyni, framkvæmdastjóri Þekkingar.

Í tilkynningunni er tekið fram að kaupin séu háð fyrirvara um samþykki frá Samkeppniseftirlitinu.

Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar.
Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK