Afléttir innflutningsbanni á íslenskar upprunaábyrgðir

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. mbl.is/Jón Pétur

UBA, Umhverfisstofnun Þýskalands, hefur aflétt banni við innflutningi upprunaábyrgða frá Íslandi til Þýskalands. Þar með hefur öllum höftum á viðskipti með íslenskar upprunaábyrgðir verið aflétt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. 

Þar segir að ákvörðun UBA um að stöðva innflutning íslenskra upprunaábyrgða í Þýskalandi hafi byggt á útflutningsbanni AIB, evrópskra samtaka útgefenda upprunaábyrgða, sem hafi verið aflétt 1. júní síðastliðinn.

„Bannið var rökstutt með því að grunur væri um að vinnsla grænnar orku væri tvítalin hérlendis, þar sem stærstu orkunotendur hérlendis hefðu fullyrt að þeir notuðu græna orku í starfsemi sinni, án þess að hafa keypt upprunaábyrgðir sem heimiluðu þeim slíkt.

Eftir nánari athugun hefur UBA ákveðið að aflétta banninu þar sem sýnt hefur verið fram á að íslenskir raforkuframleiðendur tvítelji ekki grænan eiginleika orkuvinnslu sinnar,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK