Tekjur Play aukast en áfram tap af rekstri

Rekstur og umfang Play hefur nær tvöfaldast á milli ára. …
Rekstur og umfang Play hefur nær tvöfaldast á milli ára. Félagið flaug á öðrum ársfjórðungi þessa árs tæplega 2.500 flug á tíu flugvélum en rúmlega 1.300 flug á sex vélum í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekj­ur flug­fé­lags­ins Play hafa rúm­lega tvö­fald­ast á milli ára fyrstu sex mánuði árs­ins. Fé­lagið er þó enn rekið með tapi, þó tapið nú sé minna en á sama tíma í fyrra. 

Þetta kem­ur fram í upp­gjöri Play fyr­ir ann­an árs­fjórðungs sem birt var í dag. Upp­gjörið er að mestu í sam­ræmi við spá fé­lags­ins sem var birt fyrr á þessu ári.

Tekj­ur Play á öðrum árs­fjórðungi námu 73,1 millj­ón banda­ríkja­dala (9,7 millj­arðar ís­lenskra króna), sam­an­borið við 32,5 millj­ón­ir dala (4,3 millj­arðar ís­lenskra króna) á sama tíma­bili í fyrra. Tekj­urn­ar fyrstu sex mánuði árs­ins nema tæp­um 106 millj­ón­um dala, sam­an­borið við 42 millj­ón­ir dala á sama tíma­bili í fyrra.

Í upp­gjöri fé­lags­ins sést að tekj­ur af farmiðum námu um 74,5 millj­ón döl­um á fyrri helm­ingi árs­ins en voru tæp­lega 32 millj­ón­um dala á sama tíma í fyrra. Hliðar­tekj­ur hafa þó rúm­lega þre­fald­ast á milli ára. Þær námu um 26,5 millj­ón döl­um á fyrri helm­ingi þessa árs en níu millj­ón döl­um í fyrra. Þá kem­ur einnig fram að tekj­ur af frakt­flutn­ing­um námu nú tæp­lega tveim­ur millj­ón­um dala en voru aðeins um 36 þúsund dal­ir í fyrra.

Um­svif­in tvö­fald­ast á milli ára

Rétt er að hafa í huga að rekst­ur og um­fang Play hef­ur nær tvö­fald­ast á því tíma­bili sem hér er fjallað um. Fé­lagið flaug á öðrum árs­fjórðungi þessa árs tæp­lega 2.500 flug á tíu flug­vél­um en rúm­lega 1.300 flug á sex vél­um í fyrra. Þá flutti fé­lagið nú 392 þúsund farþega, sam­an­borið við 180 þúsund farþega á sama tíma í fyrra.

Rekst­ar­hagnaður (EBIT) á öðrum árs­fjórðungi nam um 400 þúsund döl­um (53 millj­ón­ir króna), sam­an­borið við 14,4 millj­ón dala (1,9 millj­arðar króna) tap á sama tíma í fyrra. Aft­ur á móti nem­ur rekstr­artap fé­lags­ins á fyrstu sex mánuðum árs­ins um 17,3 millj­ón döl­um, sam­an­borið við 27,8 millj­óna dala tap á sama tíma í fyrra.

Heild­artap Play á fyrri helm­ingi þessa árs nem­ur um 4,1 millj­ón Banda­ríkja­dala, sam­an­borið við 14,3 millj­ón­ir á öðrum árs­fjórðungi árið 2022. Tapið fyr­ir fyrstu sex mánuði árs­ins nem­ur um 21,3 millj­ón dala, sam­an­borið við 25,6 millj­ón dala tap á sama tíma í fyrra.

Hand­bært fé PLAY jókst á árs­fjórðungn­um og var í lok júní 54,5 millj­ón­ir banda­ríkja­dala (7,2 millj­arðar ís­lenskra króna). Í upp­gjör­inu kem­ur fram að fé­lagið hef­ur eng­ar ytri vaxta­ber­andi skuld­ir.

Seg­ir bók­un­ar­stöðuna sterka

 „Fjár­hags­leg niðurstaða fór fram úr vænt­ing­um sem styður við fyrri spár um að ná rekstr­ar­hagnaði á ár­inu 2023, sem er af­rek fyr­ir ungt fé­lag á sínu öðru heila starfs­ári,“ seg­ir Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play, í til­kynn­ing­unni.

Hann seg­ir einnig að meðal­tekj­ur á farþega sem nýt­ir sér tengiflug fé­lags­ins í Norður-Am­er­íku hafi auk­ist á milli ára.

„Styrk­ur viðskipta­mód­els okk­ar er að geta hagað segl­um eft­ir vindi með því að breyta fjölda flug­sæta eft­ir mörkuðum í sam­ræmi við aðstæður og eft­ir­spurn á hverj­um tíma. Við mun­um halda áfram að nýta okk­ur þann sveigj­an­leika sem við höf­um yfir að ráða á meðan við þróum leiðakerfi okk­ar. Hliðar­tekj­ur halda áfram að aukast á sama tíma og bók­un­arstaðan fyr­ir kom­andi mánuði er sterk,“ seg­ir Birg­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK