Uppgjör bankanna: 40 milljarða hagnaður

Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn högnuðust samanlagt um 40,3 milljarða …
Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn högnuðust samanlagt um 40,3 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Samsett mynd

Stóru viðskiptabankarnir þrír, Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn högnuðust samanlagt um 40,3 milljarða króna á fyrri helmingi ársins.

Samanlagður hagnaður bankanna þriggja eykst um 8,1 milljarð króna milli ára en hagnaðurinn nam 32,2 milljörðum króna á fyrri helmingi síðasta árs.

Landsbankinn hagnaðist mest á fyrri helmingi ársins, um 14,5 milljarða króna. Hagnaður Arion banka á sama tímabili nam 13,4 milljörðum króna og hagnaður Íslandsbanka 12,4 milljörðum króna.

Arðsemin jókst mest hjá Landsbankanum milli ára

Arion banki var með hæstu arðsemi eigin fjár, eða 14,5%. Þó dregst hún saman þegar litið er til fyrri helmings síðasta árs en þá var arðsemin 3,5 prósentustigum hærri eða 16,9%.

Arðsemi eigin fjár hjá Íslandsbanka á fyrri hluta ársins nam 11,4% og loks var Landsbankinn með arðsemi upp á 10,3%. Arðsemin eykst mest hjá Landsbankanum milli ára en á sama tíma árið 2022 nam arðsemin 4,1% og eykst arðsemin um 6,2%. Arðsemi Íslandsbanka fyrri hluta síðasta árs var 10,9% og eykst hún um 0,5% milli ára.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK