Gísli Freyr Valdórsson
Jón Trausti Ólafsson, forstóri Vekru og framkvæmdastjóri Öskju, segir aðgerðir stjórnvalda við orkuskipti valda óvissu.
„Ef við horfum 20 ár aftur í tímann, þá hafa iðulega verið boðaðar breytingar um komandi áramót. Nú eru enn fyrirhugaðar breytingar um næstu áramót,“ segir Jón Trausti í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.
„Það verður að segjast eins og er að stjórnvöld hafa alls ekki staðið sig í því að búa til fyrirsjáanleika um það hvernig hlutirnir eiga að vera og ekki átt nægjanlega gott samstarf við atvinnugreinarnar um þetta. Guðlaugur Þór [Þórðarson umhverfisráðherra] hefur lofað þessu samtali og trúi ég því og treysti að hann standi við það – við erum í miðjum orkuskiptum og þá skiptir fyrirsjáanleiki miklu máli. Rafbílar eru mun dýrari vara enn sem komið er og þetta er því mikil fjárfesting fyrir bíleigendur að taka skrefið.“
Búið er að tilkynna að um næstu áramót falli niður íhlutun á virðisaukaskatti upp á um 1,3 milljónir króna.
Nánari umfjöllun um málið er að finna í ViðskiptaMogganum í dag