Regus stefnir að frekari vexti á Íslandi

Mark Dixon, forstjóri og stofnandi IWG sem rekur meðal annars …
Mark Dixon, forstjóri og stofnandi IWG sem rekur meðal annars fyrirtækin Regus, Spaces, HQ og Signature, segir að margt sé á döfinni hjá fyrirtækinu og stefnt sé að frekari vexti. mbl.is/Arnþór

Mark Dixon, forstjóri og stofnandi IWG sem rekur meðal annars fyrirtækin Regus, Spaces, HQ og Signature, segir að margt sé á döfinni hjá fyrirtækinu og stefnt sé að frekari vexti. Fyrirtækið IWG er stærst á sínum markaði en byggingar fyrirtækisins eru fimm sinnum fleiri en helsta samkeppnisaðila þess.

Mark var nýlega staddur hér á landi og settist þá niður með ViðskiptaMogganum. Hann á að baki langan feril í viðskiptum og hefur að eigin sögn alltaf verið viðskiptaþenkjandi. Hann hætti í skóla 16 ára til að stofna sitt eigið fyrirtæki. Fyrsta fyrirtæki hans var samlokuafhendingarþjónusta en þar sem hann átti ekki bíl fór hann um á hjóli milli staða og afhenti samlokurnar.

„Þetta var mjög farsælt lítið fyrirtæki og góð byrjun á mínum ferli í viðskiptum. Í framhaldinu ferðaðist ég um heiminn til að læra meira um heim viðskiptanna. Ég ferðaðist til Ástralíu og Asíu en einnig Frakklands þar sem ég lærði jafnframt frönsku,“ segir Mark og bætir við að hann hafi verið reynslunni ríkari eftir ferðalagið og í kjölfarið stofnað enn stærri fyrirtæki.

„Ég er virki­lega stolt­ur af ferli mín­um

Á ferli sínum hefur Mark stofnað ellefu fyrirtæki en þau sem eru starfandi í dag eru IWG, en stærsta vörumerki þess er Regus, og landbúnaðarfyrirtæki sem er staðsett bæði á Englandi og í Frakklandi.

„Ég er virkilega stoltur af ferli mínum. Þegar þú starfar í heimi viðskiptanna ertu alltaf að læra og ég er svo heppinn að hafa unnið með frábæru samstarfsfólki sem hefur hjálpað mér að byggja upp fyrirtækin mín,” segir hann.

Mark minnist þess þegar hann stofnaði Regus árið 1989 og segir að kveikjan að því hafi verið sú að hann sá gat á markaðnum.

„Þegar ég stofnaði Regus á sínum tíma var ein bygging í Brussel eina eign fyrirtækisins. Nú eigum við um það bil fjögur þúsund byggingar. Þegar ég stofnaði Regus voru að eiga sér stað miklar breytingar og mikill vöxtur var fram undan.“

Nán­ari um­fjöll­un má finna í ViðskiptaMogg­an­um.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK