Leynd um hvar seðlarnir eru geymdir

„Þegar ráðist var inn í Úkraínu þá vöknuðum við upp við að við þyrftum einhverja varaleið ef eitthvað myndi gerast. Í samstarfi við bankana og Reiknistofu bankanna, þar sem seðlaverið er rekið með mikilli hagkvæmni, þ.e. dreifing á seðlum og mynt, fórum í greiningu á því hversu mikið magn seðla og myntar er hægt að vinna í gegnum seðlaverið.“

Hægt að 5-6 falda afköstin

Þetta segir Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri í viðtali í Dagmálum. Bendir hann á ða þessi greining hafi leitt til þess að Seðlabankinn metur það sem svo að hægt sé að fimm- til sexfalda framleiðni í seðlaverinu með tiltölulega einföldum hætti ef á þarf að halda, þ.e. hvernig seðlar eru afgreiddir inn og aftur út úr kerfi bankanna þegar þeir hafa verið notaðir og skilað sér inn í bankakerfið að nýju. Þar koma m.a. talningavélar við sögu sem ekki eru á fullum afköstum alla jafna.

Seðlabankinn er með varaforða af seðlum og mynt ef til …
Seðlabankinn er með varaforða af seðlum og mynt ef til þess kæmi að rafræn greiðslukerfi yrðu óvirk um lengri eða skemmr itíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Notkun seðla og myntar er því fullburða varaleið að sögn Gunnars. Auk þess hafi bankinn aukið talsvert það magn seðla sem hægt er að grípa í ef rafræn viðskipti hökta alvarlega.

Sumu svarað - öðru ekki

Eigið þið nægan lager af seðlum og mynt ef til þess kæmi að við þyrftum að reka hagkerfið til skemmri eða lengri tíma með tilfærslu í því formi?

„Stutta svarið er já. Og þetta er annað sem við fórum yfir. Við pöntuðum meira af seðlum á síðasta ári til þess að tryggja að við værum með nægilega mikið magn. Við töldum reyndar að við hefðum nægilega mikið magn en við vildum hafa ákveðinn böffer.“

Þannig að það er óvirk stærð innan bankans?

Já það eru bara seðlar sem sitja í seðlageymslum Seðlabanka Íslands. Við tölum ekki um það hversu mikið það magn er.“

Öryggishvelfingar eru í höfuðstöðvum Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg.
Öryggishvelfingar eru í höfuðstöðvum Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ég fæ það ekki upp úr þér.

Nei.

En önnur spurning út frá öryggissjónarmiðum. Er svona lager vistaður á fleiri en einum stað því nú getum við líka horft upp á að stríðsátök eða hermdarverk geta leitt af sér rof við t.d. Svörtuloft [höfuðstöðvar Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg]. Eruð þið með geymslur víðar um landið?

„Ég vil helst ekki tala um hvar seðlar og mynt eru geymd þannig að við skulum halda því utan við umræðuefnið. En það eru seðlar og mynt á fleiri en einum stað.“

Og í nægilegu magni ef það yrði rof við t.d. megingeymslur?

„Við skulum vona það.“

Viðtalið við Gunnar má sjá og heyra hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK