Jón selur erlendum fjárfestum vatnið

Jón segir fjárfestingu í Icelandic Glacial nema um 200 milljónum …
Jón segir fjárfestingu í Icelandic Glacial nema um 200 milljónum bandaríkjadala og að það sé orðið verðmætasta íslenska vörumerkið. Samsett mynd

Feðgarnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í vatnsfyrirtækinu Icelandic Water Holdings til hóps erlendra fjárfesta.

Skrifað hefur verið undir kaupsamninga en ganga á frá kaupunum 22. ágúst. Jón segir kaupverð trúnaðarmál og sömuleiðis hver hlutur nýrra fjárfesta verður í félaginu.

„Þetta er víður hópur fjárfesta sem hafa farið í eitt fyrirtæki sem fjárfestir í okkur. Þetta eru fjárfestar víðs vegar úr heiminum,“ segir Jón.

Greint verði frá nafni hins sameiginlega félags síðar.

Jón segir kaupin eiga sér langan aðdraganda. Hann hafi hitt hluta fjárfestanna að máli í Frakklandi í desember 2019 en síðan hafi farsóttin, sem skall á með fullum þunga í mars 2020, sett strik í reikninginn. Nú sé hins vegar hægt að ganga frá málum.

Jón segir fjárfestana áforma að stórauka framleiðslugetu hjá Icelandic Water Holdings á Hlíðarenda í Ölfusi. Það verði gert með því að reisa nokkrar verksmiðjur í viðbót en núverandi verksmiðja hafi kostað um tvo milljarða með tækjum og búnaði á sínum tíma.

Jón segir aðspurður því ljóst að fjölga þurfi starfsfólki umtalsvert. Sala fyrirtækisins hafi aukist um 20-30% á fyrri hluta ársins, án þess að sölustöðum hafi verið fjölgað eða ráðist í sérstakt markaðsátak, en skortur á aðföngum í kjölfar farsóttarinnar hafi hægt á framleiðslunni, líkt og hjá fleiri framleiðendum. Með nýrri fjárfestingu sé gert ráð fyrir að auka söluna um rúmlega 50% á ári næstu árin en með því munu umsvifin margfaldast á nokkrum árum.

Verðmætasta vörumerkið

Jón og Kristján stofnuðu fyrirtækið árið 2004. Jón segir það hafa fjárfest fyrir ríflega 200 milljónir bandaríkjadala í að byggja upp vörumerkið Icelandic Glacial sem sé orðið verðmætasta íslenska vörumerkið.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur kínverski auðjöfurinn Jack Ma komið að viðskiptunum en hann byggði upp mikið viðskiptaveldi í gegnum vefsíðuna Alibaba.

Jón segist aðspurður mundu fagna aðkomu Ma að fyrirtækinu enda geti það skipt sköpum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK