Borgin hefur fullnýtt yfirdráttinn

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reykjavíkurborg hefur dregið á sex milljarða lánalínu hjá Íslandsbanka til fulls. Þetta kemur fram í tilkynningu borgarinnar um skuldabréfaútboð sem fram fer miðvikudaginn næsta, hinn 16. ágúst. Fyrir síðasta útboð borgarinnar, sem fram fór í júní, voru um 3,6 milljarðar ádregnir á lánalínu Íslandsbanka.

Heimild borgarinnar til lántöku á árinu nemur 21 milljarði króna og nemur heildarfjármögnun ársins, fyrir þetta útboð, rúmlega 16,3 milljörðum, að meðtöldum ádrætti borgarinnar á lánalínuna og rúmlega 10 milljörðum sem borgin hefur sótt í skuldabréfaútboðum á árinu. Tveir skuldabréfaflokkar verða boðnir út í næstu viku.

Krafa beggja farið hækkandi

Annars vegar er verðtryggði flokkurinn RVK 53 1 boðinn út, en heildarstærð hans fyrir útboðið er um 24 milljarðar að nafnvirði. Flokkurinn ber fasta 4,4% vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti, með lokagjalddaga árið 2053.

Flokkurinn var síðast boðinn út í febrúar og var þá öllum tilboðum, að nafnvirði 300 milljónir, tekið á kröfunni 3%. Í útboði á flokknum í janúar var tilboðum tekið fyrir um 1,5 milljarða á kröfunni 2,88%.

Hins vegar er boðinn út óverðtryggði flokkurinn RVK 35 1, en heildarstærð hans er nú um 21,5 milljarðar að nafnvirði. Flokkurinn ber fasta 6,72% vexti og greiðir jafnar afborganir á sex mánaða fresti með lokagjalddaga árið 2035.

Flokkurinn var síðast boðinn út í febrúar og var tilboðum að nafnvirði um 1,2 milljarðar króna tekið á kröfunni 8,4%. Í útboði á flokknum í janúar var tilboðum að nafnvirði samtals 300 milljónir tekið á kröfunni 7,63%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK