Nýr skattur rýrir virði bankanna

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Ljósmynd/Aðsend

Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir fyrirhugaðan hvalrekaskatt á ítalska banka snarlega hafa lækkað virði þeirra.

Þetta beri að hafa í huga hér á landi þar sem nær helmingur bankakerfisins sé í eigu ríkisins og drjúgur hluti í eigu lífeyrissjóðanna. Hún hafi skilið ítölsku hugmyndina þannig að þar væri ítalska ríkið að hegna þeim bönkum sem hækkuðu bara útlánsvexti en ekki innlánsvexti.

„Íslensku bankarnir hafa hækkað vexti á innlánum, dæmi eru um 8,25% vexti á óbundnum innlánsreikningum.“ Hún telur því ekki sömu rök eiga við hér á landi.

Heiðrún segir enn fremur: „Íslenskir bankar greiða nú þegar þrjá skatta um fram önnur fyrirtæki hér á landi. Mesta skattlagningin er á íslensk fjármálafyrirtæki, í samanburði við nágrannalönd Íslands.“

Kort/mbl.is

Heiðrún segir viðbótarsköttun á fjármálafyrirtæki hafi verið komið á fyrir rúmum áratug. „Þá var markmiðið að greiða fyrir kostnað hins opinbera af fjármálahruninu og draga úr áhættusækni. Það kom fram í skýrslu sem kom út árið 2016 og unnin var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið, að beinn kostnaður hefði verið endurheimtur árið 2016, meðal annars í gegn um sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki, stöðugleikaframlög slitabúa og eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“

Hún bendir á að íslenskir bankar séu í ákafri samkeppni, ekki bara sín á milli heldur einnig við erlenda banka. Frekari skattlagning komi til með að draga úr þeirri samkeppnishæfni og verðmæti bankanna. Hún nefnir nýleg dæmi úr íslenskum sjávarútvegi þar sem innlendir bankar hafi ekki verið beinir þátttakendur í stórum sambankalánum.

Heiðrún vísar líka í nýlega frétt í Morgunblaðinu þar sem fram kom að arðsemi íslenskra banka væri undir meðaltali á evrópska efnahagssvæðinu.

„Mér finnst þetta ekki hafa verið nægilega vel ígrundað. Reyndar heyrðist mér fjármálaráðherra ekki taka sérstaklega vel undir þessar hugmyndir viðskiptaráðherra. Það væri nær að horfa til þess að lækka sérstaka skatta á íslensk fjármálafyrirtæki til jafns við það sem þekkist t.d. annars staðar á Norðurlöndunum til að gera íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að þjónusta íslenskt samfélag enn betur,“ segir Heiðrún að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK