Silja Mist nýr forstöðumaður markaðssviðs N1

Silja Mist Sigurkarlsdóttir hef­ur víðtæka reynslu, bæði úr at­vinnu­líf­inu og …
Silja Mist Sigurkarlsdóttir hef­ur víðtæka reynslu, bæði úr at­vinnu­líf­inu og af markaðsmá­l­um. Ljósmynd/Aðsend

Silja Mist Sigurkarlsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðssviðs N1, samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Hlutverk Silju verður að leiða markaðsstarf N1, taka þátt í stefnumótun félagsins og hafa yfirumsjón með samfélagsstefnu N1. Mun hún fara fyrir markaðsdeild félagsins og bera höfuðábyrgð á auglýsingum og öðru kynningarefni þess.

Silja mun þá einnig hafa samfélagsmál á sinni könnu, en N1 hefur lengi verið einn stærsti bakhjarl fjölmargra íþróttafélaga ásamt því að styðja ríkulega við bakið á sjálfstæðum félagasamtökum og fræðsluverkefnum.

Silja Mist er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur áður starfað sem markaðsstjóri Orku Náttúrunnar og Nóa Siríus, þar sem hún var jafnframt vöruþróunarstjóri, ásamt því að sitja í stjórn sælgætisgerðarinnar Freyju.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK