ASÍ hættir í viðskiptum við Íslandsbanka

Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ.
Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) mun hætta í viðskiptum við Íslandsbanka. Fylgir sambandið í fótspor VR sem tilkynnti í morgun að öllum viðskiptum við bankann yrði slitið vegna brota bank­ans við sölumeðferð á hlut rík­is­ins í bankanum.

Í yf­ir­lýs­ingu í dag seg­ir að viðbrögð bank­ans og svör for­svars­manna hans við kröf­um VR séu að mati stjórn­ar VR ófull­nægj­andi, en fé­lagið hafði kallað eft­ir því að stjórn bank­ans og það starfs­fólk sem ábyrgð bar á lög­brot­um myndi axla ábyrgð.

Vísir greinir frá því að miðstjórn ASÍ hafi nú ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Ekki náðist í Finnbjörn A. Hermannson, forseta ASÍ, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK