Hjalti Baldursson var launahæsti forstjóri landsins í fyrra. Hjalti er fyrrverandi forstjóri og stofnandi Bókunar. Tekjur Hjalta 24,8 milljónir á mánuði á síðasta ári.
Árið 2018 var bókun selt til TripAdvisor, stærsta söluaðila í ferðaþjónustu í heiminum, fyrir um 23 milljónir dala, en það nemur um þremur milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Var hlutur Hjalta þar af 45%.
Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér.
Næst launahæsti forstjóri landsins er Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel fjárfestingafélags, með 20,4 milljónir í tekjur á mánuði. Ásgeir hafði verið aðstoðarbankastjóri Arion banka, en tók við sem forstjóri Skel í apríl í fyrra.
Eina konan sem nær á topp 10 yfir launahæstu forstjórana er Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi forstjóri Valitor, með 8,6 milljónir á mánuði. Þá eru aðeins þrjár aðrar konur á meðal efstu 30 forstjóranna.
Uppfært: Í upphaflegri frétt var Jón Sigurðsson rang titlaður. Það hefur nú verið lagað.