Hjalti tekjuhæsti forstjórinn

Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Bókunar.
Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Bókunar. mbl.is/Eggert

Hjalti Baldursson var launahæsti forstjóri landsins í fyrra. Hjalti er fyrrverandi forstjóri og stofnandi Bókunar. Tekjur Hjalta 24,8 milljónir á mánuði á síðasta ári.

Árið 2018 var bókun selt til TripAdvisor, stærsta söluaðila í ferðaþjónustu í heiminum, fyrir um 23 milljónir dala, en það nemur um þremur milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Var hlutur Hjalta þar af 45%.

Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér.

Næst launahæsti forstjóri landsins er Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel fjárfestingafélags, með 20,4 milljónir í tekjur á mánuði. Ásgeir hafði verið aðstoðarbankastjóri Arion banka, en tók við sem forstjóri Skel í apríl í fyrra.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel var næst tekjuhæsti forstjóri …
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel var næst tekjuhæsti forstjóri landsins í fyrra.


Eina konan sem nær á topp 10 yfir launahæstu forstjórana er Herdís Dröfn Fjeldsted, fyrrverandi forstjóri Valitor, með 8,6 milljónir á mánuði. Þá eru aðeins þrjár aðrar konur á meðal efstu 30 forstjóranna.

  1. Hjalti Baldursson, fv. forstjóri Bókunar - 24,8 milljónir króna
  2. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel - 20,4 milljónir króna
  3. Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi - 17,5 milljónir króna
  4. Brett Albert Vigelskas, frkvstj. Costco á Íslandi - 13,5 milljónir króna
  5. Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða - 11,2 milljónir króna
  6. Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins - 10,8 milljónir króna
  7. Haraldur Líndal Pétursson, frkvstj. Johan Rönning - 10,6 milljónir króna
  8. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstj. Kerecis - 9,3 milljónir króna
  9. Herdís Dröfn Fjeldsted, fv. forstjóri Valitor - 8,6 milljónir króna
  10. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels - 8,6 milljónir króna

Uppfært: Í upphaflegri frétt var Jón Sigurðsson rang titlaður. Það hefur nú verið lagað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK