Kaup á vatnsverksmiðju tefjast um eina viku

Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Water Holdings.
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Water Holdings. Ljósmynd/Icelandic Glacial

Ekki verður gengið frá kaupum á meirihluta í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings í dag eins og áformað var. Kaupendur höfðu frest til 22. ágúst til að greiða fyrir hlutinn en nú er miðað við byrjun næstu viku.

Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Water Holdings, staðfesti þetta í símaviðtali frá Hong Kong. „Þetta verður alla vega vika í viðbót að mér sýnist,“ segir Jón. Var hann þá á leið í kvöldverðarboð með einum hinna nýju stjórnarmanna sem er sagður fulltrúi nýrra kaupenda. Hinn 12. júní sl. komu fimm nýir stjórnarmenn í níu manna stjórn fyrirtækisins, allir af erlendu bergi brotnir, og Jón hætti sem stjórnarformaður.

Selur vatn víða um heim

Vatnslind Icelandic Water Holdings er í Ölfusi. Félagið Zenith International Ltd hefur metið lindina á sem samsvarar um 18 milljörðum króna, að því er segir í ársreikningi Icelandic Water Holdings. Vatnið er selt undir merkjum Icelandic Glacial.

Rætt var við Jón um aðkomu nýrra hluthafa að fyrirtækinu í Morgunblaðinu 11. ágúst síðastliðinn. „Þetta er víður hópur fjárfesta sem hafa farið í eitt fyrirtæki sem fjárfestir í okkur. Þetta eru fjárfestar víðs vegar að úr heiminum,“ sagði Jón við það tilefni.

Hann hefur sagt kaupendur óska trúnaðar um viðskiptin þar til þau eru frágengin. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði kínverski auðjöfurinn Jack Ma aðkomu að viðskiptunum. Jón vildi í viðtalinu 11. ágúst ekki ræða um einstaka fjárfesta en kvaðst mundu fagna aðkomu Ma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK