Andrea Sigurðardóttir
Fiskistofa, Skatturinn og Seðlabankinn eru í samstarfi við Samkeppniseftirlitið (SKE) um gerð skýrslu um eignatengsl í sjávarútvegi, samkvæmt samningi sem undirritaður er af Páli Gunnari Pálssyni forstjóra SKE og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, en engum fyrir hönd hinna „samstarfsstofnananna“.
Eftir undirritun samnings SKE og matvælaráðuneytisins (MAR) var aftur á móti haft samráð við hinar sjálfstæðu eftirlitsstofnanir um fréttatilkynningu vegna samningsins, en þar kom í ljós að í það minnsta tveimur þeirra hugnaðist ekki orðalag um samstarf stofnananna um skýrsluna.
„M.ö.o. leiðir samráðsferlið um fréttatilkynninguna í ljós að Seðlabankinn og Fiskistofa vilja að það sé einhvern veginn ljóst að skýrslan og efni hennar sé ekki á þeirra ábyrgð,“ skrifar Páll Gunnar meðal annars í tölvupósti til ráðuneytisstjóra matvælaráðuneytisins, rúmum tveimur vikum eftir að samningur sem kveður á um samstarfið var undirritaður af SKE og ráðuneytinu.
Í kjölfarið var orðalagi fréttatilkynninga breytt en hinn undirritaði samningur kveður eftir sem áður á um samstarfið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.