Boðar tífalt hraðari gagnamagnstengingu

Erik Figueras Torras er forstjóri Mílu.
Erik Figueras Torras er forstjóri Mílu. mbl.is/Arnþór

Erik Figueras Torras, forstjóri Mílu, segir það hafa komið erlendum kaupendum félagsins á óvart hvernig íslensk samkeppnisyfirvöld gripu inn í og töfðu söluna á félaginu.

Eins og landslag markaðarins er í dag ætti að vera óhætt og eðlilegt að aflétta þeim kvöðum sem lagðar hafa verið á reksturinn.

Erik fæddist í Barselóna en hefur búið á Íslandi í nærri aldarfjórðung. Hann segir það eðlilegan hluta af því að flytja til nýs lands að ná góðum tökum á málinu.

Var það honum mikils virði að íslenskir vinnufélagar hans og fólk á förnum vegi sýndi honum þá tillitssemi að leyfa honum að spreyta sig á málinu frekar en að skipta strax yfir í ensku.

Eitt gígabætt alls ekki nóg

Míla kynnti á opnun fundi í gær nýja tækni sem tífaldar gagnaflutningsgetu ljósleiðaratenginga.

Í viðtali við ViðskiptaMoggann segir Erik þörfina fyrir leifturhraðar nettengingar aukast með hverju árinu og að með meiri hraða sé verið að greiða leiðina fyrir nýjar lausnir sem seinna meir munu þykja ómissandi.

Á það jafnvel við um sum heimili í dag, ef þau eru mjög dugleg að nota netið, að eins gígabætis ljósleiðaratenging reynist hreint ekki nóg.

Nán­ar er fjallað um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK