Gætu þurft að hækka vexti meira

Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það voru einhverjir þrír mánuðir þar sem enginn verðbólga mældist. En svo rauk þetta allt af stað. Þá þurftum við að fara aftur af stað með vaxtahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri spurður hvort ekki hefði verið skynsamlegra að grípa til hærri vaxtahækkana fyrr þegar horft er í baksýnisspegilinn. Vísar hann til þess að síðasta haust hægðist verulega á verðbólgunni eftir vaxtahækkunartímabil. Í kjölfarið fór verðbólgan hins vegar af stað.    

Horfa ekki á verðbólgu við ákvarðanir 

„Í ljósi þess að ekki var farið eftir fyrirmælum ykkar. Hefur þú fundið fyrir virðingaleysi gagnvart orðum ykkar. Bæði í opinbera geiranum og í einkageiranum?“

„Við getum orðað það þannig að mjög margir aðilar voru ekki beinlínis að horfa til verðbólgu þegar þeir voru að taka ákvarðanir. Seðlabankans er samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5%. Það breytir því ekki að aðrir aðilar hafa gríðarlega mikil áhrif á það sem gerist,“ segir Ásgeir. 

Hann segist þó horfa til þess að tæki Seðlabankans virka. Gögnin sýni það. Það breyti því ekki að Seðlabankinn gæti þurft að hækka vexti meira ef aðrir aðilar vinna ekki með bankanum. 

Miklar hækkanir í þjónustu og framleiðslu

Er eitthvað sem gefur til kynna að þessi hækkun muni keyra verðbólguna enn frekar niður. Nú eru ýmsir þættir á borð við neyslu og íbúðaverð sem hafa lækkað. Gegn hverjum beinist þessi hækkun? 

„Það eru vissir hlutir að leggjast með okkur eins og hækkun krónu, lægri verðbólga erlendis sem hefur áhrif á innflutning og kólnun á fasteignamarkaði. Hins vegar er það þannig að innlenda kerfið er en sjóðheitt. Hækkanir eru miklar í innlendri þjónustu og framleiðslu,“ segir Ásgeir. 

En eru þessar hækkanir ekki til þess fallnar að auka enn á þrýsting um frekari hækkanir vegna aukins kostnaðar fyrirtækja í kjölfar vaxtahækkana? 

„Það á ekki að virka þannig. Kostnaður við fjárfestingar hækkar og þá á að draga úr eftirspurn. En vissulega þrengir þetta að fyrirtækjum. Það er vissulega staðan,“ segir Ásgeir. 

Sjáum hvað gerist 

Hann segist óttast víxlhækkun launa og verðlags. Raunhagkerfið er enn mjög heitt og mikill þrýstingur á laun. 

„Svo sjáum við bara hvað gerist. Ef að hlutirnir eru að leggjast með okkur þá þurfum við ekki að gera neitt strax. Ef að hlutirnir leggjast á móti okkur þá þurfum við að gera meira,“ segir Ásgeir. 

Bendir hann á Ísland hafi verið verðbólguland frá fornu fari og það allra mikilvægasta sé að rjúfa vítahring sem kann að vera að myndast. 

„Það er betra að beita þessari hörku núna og þá ná árangri fyrr og geta hafið vaxtalækkanir. Það er fyrir öllu,“ segir Ásgeir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka