Isavia sækir u.þ.b. 25 milljarða til Bandaríkjanna

mbl.is/Hallur Már

Isavia hefur gefið út skuldabréf í lokuðu útboði að fjárhæð 175 milljónir evra til bandarískra fjárfesta. Það jafngildir rúmum 25 milljörðum íslenskra króna. Þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfu Isavia.

Fjármagnið verður meðal annars notað til endurfjármögnunar á eldri lánum félagsins en með útboðinu tryggir Isavia sér fjármagn á hagstæðum kjörum til lengri tíma. Einnig verður það notað til að styðja við uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli.

Gefin út til 7-12 ára

Fjármögnunin var framkvæmd í einum áfanga í ágúst og eru skuldabréfin gefin út til 7-12 ára. Umsjónaraðili skuldabréfaútgáfunnar er DNB Markets Inc.

Haft er eftir Ingibjörgu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs- og fjármála hjá Isavia, í tilkynningu að Isavia fjármagni sig nú á mun betri kjörum en bjóðast á innlendum markaði svo skuldabréfaútgáfan styrki félagið í þeirri mikilvægu þróun sem stendur yfir á Keflavíkurflugvelli.

„Fjárfestar sýna Isavia mikið traust í þessari fyrstu skuldabréfaútgáfu félagsins. Móttökurnar voru afskaplega góðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK