Hvergi minnst á „Íslandsálag“

„Við gætum með breytingum á [Íslandsálaginu] skilað raunverulegum kjarabótum,“ segir …
„Við gætum með breytingum á [Íslandsálaginu] skilað raunverulegum kjarabótum,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion Banka.

Bankastjóri Arion banka er ánægður með niðurstöður nýrrar skýrslu um gjald­töku og arðsemi viðskipta­bank­anna þriggja. Honum finnst þó athyglisvert að þar sé hvergi minnst á svokallað „Íslandsálag“.

Skýrsl­an, sem var kynnt á fundi í gær, sýn­ir fram á það að bank­arn­ir hafi náð að hagræða mikið á síðustu fimm árum en jafn­framt sé enn sumt sem mætti bet­ur fara.

„Þetta er heilmikið plagg,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion Banka, við mbl.is, inntur eftir sínum viðbrögðum við innihaldi skýrslunnar. „Það er ánægjulegt að sjá í skýrslunni að þegar það kemur að kostnaði, þjónustugjöldum og þjónustu almennt þá stenst íslenska bankakerfið mjög vel í þessum samanburði.“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Það sem skilar „raunverulegum kjarabótum

Benedikt bendir þó á að ekki sé minnst á svokallað „Íslandsálag“ í skýrslunni.

„Það er ekki fjallað um það sem gæti haft raunverulegar umbætur í för með sér varðandi rekstur fyrirtækja og kjör viðskiptavina. Það er þetta Íslandsálag,“ segir hann.

Í Hvítbókinni, skýrslu sem kom út árið 2018 og sem ný skýrsla starfshópsins byggir á, kemur fram að smæð íslenska markaðarins, háir skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur valdi álagi sem fékk nafnið „Íslandsálag“. Hugtakið sjálft kemur hvergi fram í nýju skýrslunni.

„[Íslandsálagið] er þetta ytra umhverfi sem við stýrum ekki en okkar eftirlitsaðilar og stjórnvöld stýra. Við gætum með breytingum á því skilað raunverulegum kjarabótum.“

Gegnisálag verði sett fram með skýrari hætti

Benedikt segir jafnframt að margar góðar athugasemdir komi fram í tillögum starfshópsins. Þá nefnir hann skýrari og aðgengilegri verðskrár og að gengisálag í kortaviðskiptum sé sett fram með skýrari hætti.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, nefndi einnig á kynningarfundi skýrslunnar í gær að þörf væri á því að lækka gengisálag bankanna. Spurður hvort hann sé sammála ráðherra í þeim málum svarar hann:

„Á móti þessu er kostnaður, sem felst m.a. í því að greiða kortafyrirtækjunum, innlendum og erlendum, kostnað vegna kreditkortakerfisins. Það er líka kostnaður sem felst í uppgjöri sem á sér stað nokkrum dögum eftir að kortaviðskiptin eiga sér stað. Svo er auðvitað bara kostnaður við að veita þjónustuna– að halda uppi virkum vörnum gegn svikum og vera með þjónustu allan sólarhringinn fyrir korthafa. Þetta er áhugaverður samanburður við Norðurlönd. Það er hærri gengismunur [á Íslandi] og það er okkar að reyna að ná honum niður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK