Verðbólgan hækkar á ný

Verð á fatnaði og skóm hækkaði við útsölulok.
Verð á fatnaði og skóm hækkaði við útsölulok. mbl.is/​Hari

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 7,7%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í ágúst 2023, er 597,8 stig og hækkar um 0,34% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 494,5 stig og hækkar um 0,49% frá því í júlí.

Um er að ræða minni hækkun en markaðsaðilar áttu von á samkvæmt niðurstöðum könnunar Seðlabanka Íslands.

Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 5,8% við útsölulok og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 4,5%. Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði þá um 8,4%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í ágúst 2023 gildir til verðtryggingar í október 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK