Ætla ekki að una niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins

Samskip munu ekki una niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og mun félagið leita …
Samskip munu ekki una niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og mun félagið leita allra úrræða sem því eru tæk að lögum til að fá henni hnekkt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­skip hafna niður­stöðu rann­sókn­ar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um ætlað sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa á ár­un­um 2006 til 2013, sem til­kynnt var um fyr­ir skömmu.

Í yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins seg­ir að álykt­an­ir um víðtækt og þaul­skipu­lagt sam­ráð séu með öllu til­hæfu­laus­ar og úr tengsl­um við gögn og staðreynd­ir. Sam­skip for­dæmi vinnu­brögð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins við rann­sókn­ina og hygg­ist fá niður­stöðunni hnekkt.

„Starf­semi Sam­skipa hef­ur ávallt grund­vall­ast á sam­keppni á öll­um mörkuðum og fé­lagið leiðandi í að skapa virka sam­keppni og hag­kvæm­ar lausn­ir í flutn­ing­um og tengdri þjón­ustu. Niðurstaða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins ein­kenn­ist af hálfsann­leika, vill­andi fram­setn­ingu og rang­færsl­um.

Rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hef­ur að grunni til staðið frá ár­inu 2010. Ráðist var í hús­leit­ir hjá Sam­skip­um og Eim­skipi á ár­un­um 2013 og 2014 og hald lagt á mikið magn gagna. Frá hús­leit 2013 eru liðin tíu ár. Kenn­ing­ar og álykt­an­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins urðu svo fyrst ljós­ar þegar fyr­ir­tækj­un­um var birt and­mæla­skjal í tveim­ur hlut­um um ætluð sam­ráðsbrot. Fyrri hluti skjals­ins var birt­ur 6. júní 2018 en sá síðari 13. des­em­ber 2019. Voru þá liðin sex ár frá hús­leit og nær tíu ár frá upp­hafi rann­sókn­ar. Und­ir lok nóv­em­ber 2020 bætt­ist svo við þriðja and­mæla­skjalið og skiluðu Sam­skip at­huga­semd­um í janú­ar­byrj­un 2021,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Á þriðja þúsund blaðsíður

Þá kem­ur einnig fram að sam­an­lagt hafi and­mæla­skjöl­in verið á þriðja þúsund blaðsíður og fylgiskjöl­in skipt tug­um þúsunda.

„Sam­skip skiluðu ít­ar­leg­um efn­is­leg­um at­huga­semd­um við and­mæla­skjöl­in og sýndu fram á að frumniður­stöður Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins væru í grund­vall­ar­atriðum rang­ar. Niðurstaða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og ákvörðun um sekt­ar­greiðslur lá svo fyr­ir nú 31. ág­úst.“

„Fyr­ir ligg­ur að Eim­skip lauk mál­inu með sátt við Sam­keppnis­eft­ir­litið í júní 2021, þrátt fyr­ir að hafa áður haft uppi hörð and­mæli gegn málsmeðferð og efn­is­leg­um álykt­un­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Sam­skip telja ljóst að ákvörðun Eim­skips hafi ekki byggst á efni máls­ins held­ur mati nýrra stjórn­enda fé­lags­ins á því hvað væri far­sæl­ast fyr­ir rekst­ur þess næstu árin. Um­hugs­un­ar­efni er ef ráðandi fyr­ir­tæki á markaði get­ur með þess­um hætti notað digra sjóði til að kaupa sig frá frek­ari málsmeðferð. Þá er al­var­leg­ur hlut­ur ef löng og þung málsmeðferð og mikl­ar vald­heim­ild­ir eft­ir­lits­stjórn­valda geta orðið til þess að fyr­ir­tæki kjósi held­ur að játa sök og greiða sekt, án þess að efni séu til, en að leiða hið rétta og sanna í ljós fyr­ir æðra stjórn­valdi eða dóm­stól­um.“

Mik­il von­brigði

Sam­skip segja vinnu­brögð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins í mál­inu vera mik­il von­brigði. 

„Málsmeðferðin hef­ur verið ein­stak­lega þung og haft lam­andi áhrif á starf­semi og starfs­fólk Sam­skipa. Stofn­un­in hef­ur farið offari við rann­sókn máls­ins og gagna­öfl­un og hef­ur nú kom­ist að niður­stöðu sem ekki er í nokkr­um tengsl­um við raun­veru­leik­ann. Sett­ar eru fram kenn­ing­ar og álykt­an­ir um brot án þess að bein­um sönn­un­ar­gögn­um sé til að dreifa. Kenn­ing­um hef­ur verið fund­in stoð með því að fara bein­lín­is rangt með efni gagna eða staðreynd­ir máls eða með aug­ljós­um rangtúlk­un­um.

Sam­skip munu ekki una niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og mun fé­lagið leita allra úrræða sem því eru tæk að lög­um til að fá henni hnekkt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK