Sekta Samskip um 4,2 milljarða

Samanlagðar stjórnvaldsektir vegna framangreindra brota nema 4,2 milljörðum króna.
Samanlagðar stjórnvaldsektir vegna framangreindra brota nema 4,2 milljörðum króna. Ljósmynd/Samskip

Sam­skip braut með al­var­leg­um hætti gegn banni 10. gr. sam­keppn­islaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samn­ings­ins, með ólög­mætu sam­ráði við Eim­skip.

Er það niðurstaða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að Sam­skip hafi við rann­sókn máls­ins brotið gegn 19. gr. sam­keppn­islaga með rangri, vill­andi og ófull­nægj­andi upp­lýs­inga­gjöf og gagna­af­hend­ingu.

Sam­an­lagðar stjórn­vald­sekt­ir vegna fram­an­greindra brota nema 4,2 millj­örðum króna.

Í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu seg­ir að jafn­framt sé lagt fyr­ir Sam­skip að grípa til til­tek­inna aðgerða í því skyni að koma í veg fyr­ir frek­ari brot og efla sam­keppni.

Rann­sókn á brot­um Eim­skips lauk með sátt fé­lags­ins við Sam­keppnis­eft­ir­litið sum­arið 2021. Með sátt­inni viður­kenndi fé­lagið brot, greiddi stjórn­valds­sekt að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna og skuld­batt sig til til­tek­inna aðgerða.

„Sam­ráðið í heild sinni var til þess fallið að gera fyr­ir­tækj­un­um kleift að draga með af­drifa­rík­um hætti úr sam­keppni og hækka eða halda uppi verði gagn­vart viðskipta­vin­um fyr­ir­tækj­anna, t.d. með hækk­un við end­ur­nýj­un samn­inga, hækk­un á gjald­skrám og þjón­ustu­gjöld­um, upp­töku nýrra gjalda, lækk­un af­slátta o.s.frv.

Sam­eig­in­leg yf­ir­burðastaða Eim­skips og Sam­skipa á markaðnum, sam­skipti stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna og aðrir þætt­ir í sam­ráði fyr­ir­tækj­anna sköpuðu kjöraðstæður fyr­ir fyr­ir­tæk­in til að ná ár­angri í sam­ráðinu og hagn­ast á kostnað viðskipta­vina og sam­fé­lags­ins alls,“ seg­ir í ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK