Fjórtán segja upp hjá Play

Fjórtán flugmenn PLAY hafa sagt upp.
Fjórtán flugmenn PLAY hafa sagt upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mik­ill skort­ur á flug­mönn­um rík­ir nú í heim­in­um og mik­il sam­keppni er um hæft fólk á meðal flug­fé­laga. Fyrr í sum­ar varð ljóst að þessi sam­keppni væri að verða til þess að laun þeirra færu hækk­andi og erfitt yrði að ráða og að halda flug­mönn­um. Því hófst vinna inn­an Play við að end­ur­skoða ýmis atriði í laun­um og starfs­kjör­um flug­manna fé­lags­ins,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu Play.

Síðustu daga hafi frétt­ir borist af því að einn stærsti sam­keppn­isaðili fé­lags­ins hafi haft sam­band við flug­menn fé­lags­ins til að bjóða þeim störf og að þeim hafi verið sett­ir þeir afar­kost­ir að ákveða sig hratt og segja upp störf­um nær sam­dæg­urs.

Óskað velfarnaðar

„Play hef­ur ekki upp­lýs­ing­ar um við hversu marga var haft sam­band eða í hverju til­boðið fólst enda er venj­an að trúnaður gildi um slíkt á milli aðila. Hins veg­ar er hægt að upp­lýsa að fé­lag­inu bár­ust 14 upp­sagn­ir í gær frá flug­mönn­um. Það er alltaf vont að sjá á eft­ir góðum liðsmönn­um en þó munu þess­ar breyt­ing­ar ekki hafa nein af­ger­andi áhrif á rekst­ur eða flugáætl­un fé­lags­ins. Þess­um starfs­mönn­um er óskað velfarnaðar og þakkað fyr­ir góð störf og þeirra fram­lag til fé­lags­ins,“ seg­ir svo.

Þá er grein gerð fyr­ir því að fram­setn­ing launa og kjör flug­fólks séu mun flókn­ari og breyti­legri en flestra annarra starfstétta svo erfitt sé að leggja fram ein­falda skýr­ingu á þess­ari breyt­ingu kjara enda snú­ist málið einnig um ýmis önn­ur atriði. Í frétt­um síðustu daga hafi þó verið nefnd dæmi um áhrif þess­ara breyt­inga á kostnaðar­grunn fé­lags­ins sem eru víðs fjarri raun­veru­leik­an­um þótt vissu­lega sé um um­tals­verða hækk­un að ræða fyr­ir þá starfs­menn sem um ræðir.

Áhrif­in munu koma í ljós

„Áhrif­in á rekst­ur­inn munu koma í ljós í upp­gjör­um fé­lags­ins sem kynnt eru al­menn­ingi en þó er hægt að segja að um­rædd breyt­ing hef­ur óveru­leg áhrif á ein­inga­kostnað fé­lags­ins. 

Vert er að taka fram að Play hef­ur á síðustu miss­er­um oft hækkað laun og bætt kjör starfs­fólks síns, flug­fólks sem og annarra starfs­manna, enda hef­ur fé­lagið á að skipa ein­vala liði sem hef­ur staðið sig gríðarlega vel í sín­um störf­um og á all­ar þakk­ir skyld­ar.“

Einnig megi vera ljóst að fé­lagið gæti ekki hafa haldið öllu þessu góða fólk í vinnu hingað til ef kjör þess væru eins mikið úr takti við önn­ur flug­fé­lög og stund­um er fleygt fram. Play sé stolt af því að hafa skapað um 550 ný störf á ís­lensk­um vinnu­markaði á ríf­lega tveim­ur árum og telji að það hafi komið sam­fé­lag­inu öllu til góða að viðbættu fram­lagi fé­lags­ins í að end­ur­reisa straum ferðamanna til lands­ins og lækka ferðakostnað Íslend­inga.

„Play ætl­ar, hér eft­ir sem hingað til, að bjóða öllu sínu starfs­fólki sam­keppn­is­hæf kjör sem tryggja að fé­lagið muni hafa hæft og gott fólk sem vill taka þátt í því að byggja upp frá­bært fyr­ir­tæki sem við get­um öll verið stolt af,“ seg­ir að lok­um í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK