Segja rangfærslur í ákvörðun SKE

„Samskip telja rétt að bregðast við rangfærslum sem teknar hafa …
„Samskip telja rétt að bregðast við rangfærslum sem teknar hafa verið upp úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ætlað samráð félagsins og Eimskips.“ Ljósmynd/Samskip

Flutn­inga­fyr­ir­tækið Sam­skip seg­ir rangt að vina­tengsl séu milli fyrr­ver­andi for­stjóra Eim­skips og Sam­skipa. Þá seg­ir fyr­ir­tækið einnig rangt að það hafi reynt að af­vega­leiða rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins (SKE)

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Sam­skip sendu fjöl­miðlum í dag.

Var ekki vel til vina

Varðandi meint vina­tengsl for­stjór­anna seg­ir í til­kynn­ing­unni: 

„Full­yrt er að þeir hafi verið í „vina­hópi“ sem hafi m.a. spilað golf, farið í veiðiferðir og ferðir til út­landa. Þarna er hins veg­ar um að ræða sam­kom­ur er til eru komn­ar vegna viðburða á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins N1 og hóp­ur­inn sam­an­stóð af fjölda for­stjóra hinna ýmsu fyr­ir­tækja, m.a. flug­fé­lags, fast­eigna­fé­lags, olíu­fé­lags og fl.

Hið rétta er að þess­um fyrr­ver­andi for­stjór­um var ekki vel til vina og þeir til­heyrðu ekki sam­eig­in­leg­um vina­hópi. Þá áttu þeir aldrei í nein­um ólög­mæt­um sam­skipt­um enda ekki nokk­urt skjal í mál­inu, sem telja í tug­um þúsunda, sem bend­ir til þess,“ og er fram­setn­ingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins lýst sem ein­stak­lega vill­andi og ómak­legri.

Útil­okað að verða við öll­um kröf­um

Varðandi full­yrðingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að Sam­skip hafi reynt að af­vega­leiða rann­sókn þeirra með rangri eða vill­andi upp­lýs­inga­gjöf seg­ir í til­kynn­ing­unni að starfs­menn Sam­skipa hafi gert allt í sínu valdi til að liðsinna stofn­un­ina og verða við end­ur­tekn­um og ít­ar­leg­um upp­lýs­inga­beiðnum. 

Hins veg­ar telji Sam­skip að ekk­ert fyr­ir­tæki hefði geta orðið við kröf­um stofn­unn­inn­ar að öllu leyti „svo sem um að taka sam­an öll „sam­skipti, form­leg eða óform­leg, óform­leg­ar viðræður, sím­töl, tölvu­póst­sam­skipti, sam­skipti í gegn­um sam­fé­lags­miðla.“

„Ætti hverj­um þeim sem komið hef­ur nærri fyr­ir­tækja­rekstri að vera ljóst að úti­lokað er að verða að öllu leyti við þess­um kröf­um“

Vill­andi að segja að fé­lög­in hafi hækkað flutn­inga­gjöld

„Full­yrðing­ar um að Sam­skip hafi dregið úr þjón­ustu til að halda uppi verði til ein­stakra viðskipta­vina á tím­um efna­hags­ham­fara í heim­in­um í aðdrag­anda fjár­mála­hruns­ins eru líka með ólík­ind­um. Fyr­ir­tækið var nauðbeygt til að bregðast við þegar inn­flutn­ing­ur hrundi og niður­skurður fram­boðs sam­bæri­leg­ur og hjá flug­fé­lög­um á þeim tíma,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Segja Sam­skip það ein­stak­lega vill­andi að halda því fram að fé­lög­in hafi hækkað flutn­ings­gjöld­in. Sjó­flutn­ings­gjöld séu langoft­ast í evr­um og lækkuðu í evr­um á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu. Þau hafi hins veg­ar hækkað í krón­um vegna falls krón­unn­ar við efna­hags­hrunið haustið 2008. 

Lyk­il­gagn mistúlkað til falla að kenn­ing­um stofn­un­ar­inn­ar

Þá seg­ir einnig í til­kynn­ing­unni að eitt af lyk­il­gögn­um í niður­stöðu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sé ekki á rök­um reist.

Um er að ræða glærukynn­ingu sem fannst við inn­an­hús­leit hjá Eim­skip titluð „Nýtt upp­haf“. Þar voru reifaðar ýms­ar hug­mynd­ir, þar á meðal mögu­legt sam­starf við Sam­skip. Tel­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið að efni kynn­ing­ar­inn­ar hafi verið rætt á fundi æðstu stjórn­enda Sam­skipa í júní 2008.

Sam­skip þver­taka hins veg­ar fyr­ir að hafa séð plaggið fyrr en Sam­keppnis­eft­ir­litið af­henti þeim það árið 2018 og hafi efni þess því ekki getað komið upp á fundi árið 2008. 

„Stofn­un­in hik­ar hins veg­ar ekki við að setja fram full­kom­lega rang­ar full­yrðing­ar um fund­ar­efnið sem bet­ur falla að kenn­ing­um stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK