Telur SKE hafa verið óheimilt að sekta Samskip

Hörður Felix telur að Samkeppniseftirlitið hafi lagt sekt á eftir …
Hörður Felix telur að Samkeppniseftirlitið hafi lagt sekt á eftir að fyrningarfrestur var liðinn. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri SKE.

Samskip hyggst kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE) um að leggja 4,2 milljarða kr. stjórnvaldssekt á skipafélagið til áfrýjunarnefndar samkeppnislaga. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskip segir félagið halda uppi þeim sjónarmiðum að sjö ára fyrningarfrestur hafi verið liðinn þegar úrskurður Samkeppniseftirlitsins SKE barst. 

Hörður Felix segir kæru á úrskurði í vinnslu. Hann telur ljóst að sjö ára fyrningafrestur hafi verið liðinn þegar ákvörðun SKE lá fyrir. „Rannsóknartímabilið er sjö ár. Frá 2006-2013. Þegar farið var í húsleitina árið 2013 þá er fyrningin rofin. Að mínu viti hefst þá nýr sjö ára fyrningarfrestur og hann er löngu liðinn. Heimildin til að leggja þessa sekt á er því fallin niður,“ segir Hörður Felix.   

Fyrningarreglur Samkeppnislaga gilda um álagningu sekta. Öðru sætir þegar kemur að almennum fyrningarreglum. Fyrirtæki sem telja sig hlunnfarin gætu því eftir sem áður reynt að sækja bætur ef horft er til laganna að sögn Harðar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK