Upplýsingar leka af markaðnum

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er nýjasti gestur Dagmála.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, er nýjasti gestur Dagmála. mbl.is/Hallur Már

Forstjóri Kauphallar Íslands segir ógagnsæi á íslenskum gjaldeyrismarkaði standa erlendri fjárfestingu fyrir þrifum. Hann segir þetta koma fram í samtölum sem hann hafi átt við erlenda fjárfesta.

„[Þeir] kvarta undan því að viðskiptahættir á gjaldeyrismarkaðnum séu ekki alveg af sömu gæðum og á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðnum. Þeir kvarta undan því að það sé t.d. upplýsingaleki frekar á gjaldeyrismarkaðnum en á þessum meira regúleruðu mörkuðum,“ segir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar, sem er gestur dagsins í Dagmálum, en þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is.

„Erlendir fjárfestar sem við tölum við kvarta helst undan tvennu. Það er annars vegar gagnsæi, þeir vilja meiri upplýsingar af gjaldeyrismarkaðnum, um umfang viðskipta og greiðari aðgang að miðlægum gjaldeyrismarkaði, það er mjög mikið sem er bara innan bankanna í dag, fjórir fimmtu hlutar eða svo.“

Aukin eftirspurn styrki gengið

Hann segist ekki geta fullyrt hvernig umræddur upplýsingaleki birtist á markaðnum.

„Nú skal ég ekkert segja um hvernig þessar upplýsingar leka. Menn geta verið að tala við mann og annan til að reyna að koma einhverjum viðskiptum á. Ég er ekkert að segja að menn taki upp símann og hlaupi á undan kúnnunum en upplifun þeirra er allavega að með einu móti eða öðru þá leki upplýsingarnar út og markaðurinn hreyfist áður en þeir komast inn á hann, alla vega til að eiga svona stærri viðskipti.“

Með öðrum orðum telja fjárfestarnir að tilraunir þeirra til þess að skipta erlendum gjaldeyri fyrir krónur verði þess valdandi að krónan styrkist vegna aukinnar eftirspurnar, áður en til viðskiptanna kemur. Það leiðir til þess að skiptigengið sem þeir geta gengið að er óhagstæðara en verið hefði, áður en hinn meinti upplýsingaleki varð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK