Þýðir 20 milljónir króna á hverja íbúð

Áformað er að reisa um 150 íbúðir á reitnum sem …
Áformað er að reisa um 150 íbúðir á reitnum sem er við höfnina. Teikning/Atelier arkitektar

Vinabyggð, dótturfélag Íslenskrar fjárfestingar, seldi Fjallasól, dótturfélagi Langasjávar, fjórar fasteignir á Kársnesi í maí í fyrra á 1.500 milljónir króna.

Nú í sumar greiddi Fjallasól um einn og hálfan milljarð fyrir tvær fasteignir og byggingarrétt á sama reit og hefur því fjárfest fyrir um þrjá milljarða á reitnum.

Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja um 150 íbúðir á reitnum og samsvarar kaupverðið, að meðtöldum byggingarrétti og öðrum gjöldum, því um 20 milljónum króna á íbúð.

Á nú sex eignir af sjö

Um er að ræða reit 13 á Kársnesi en þegar Fjallasól gerði kaupsamninginn við Vinabyggð í maí í fyrra lá fyrir tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2 og 3 og Þinghólsbraut 77 og 79.

Fjallasól hefur nú eignast sex af þessum sjö fasteignum en sú sjöunda, Þinghólsbraut 79, er auð lóð í eigu bæjarins.

Meira í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK